Maðurinn Með Marða Hjartað

Transcription

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskFimmtudagur19. júlí 201229. tbl. · 29. árg.Maðurinn meðmarða hjartað„Númer eitt hjá mér, í hjartanu og í heilabúinu, eru lítil börnog gamalt fólk. Ég er fyrstur til að hjálpa því og mér þykir alltafvænst um það,“ segir sagnabrunnurinn og fótboltakempan BaddóSverris. Á miðopnu í dag segir hann sögur af sinni kunnu snilld; afHlíðarvegspúkapartíum, happdrættissvindli og ónýta hjartanu.29.PM5118.7.2012, 12:53

Rannsaka kalkþörunga í ÍsafjarðardjúpiAtvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Vaxtarsamningur Vestfjarða hafa ákveðið að styðja viðrannsóknir á kalkþörungasetlögum í Ísafjarðardjúpi. Verkefniðer unnið í samstarfi við Íslenskakalkþörungarfélagið og CelticSea Minerals. Markmið verkefnisins er að rannsaka aðstæður tilað hefja námuvinnslu á kalkþörungum úr Ísafjarðardjúpi. „Þaðmyndi hafa gríðarlega jákvæðáhrif á atvinnulífið á norðanverð-um Vestfjörðum ef rannsóknirnarsýna jákvæð viðbrögð, fyrir utanað það myndi styðja og styrkjastarfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal,“ segir Shiran Þórisson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.Verkefnið er langtímaverkefnisem á að geta orðið að veruleikaeftir fjögur til fimm ár, og myndiþá skapa 25-35 störf auk umsvifavið byggingu verksmiðjunnar.Áætlað er að frumrannsóknumverði lokið innan 12-13 mánaðaog ákvarðanir um framhaldiðverði teknar eftir það. „SamstarfAtvest og Íslenska kalkþörungafélagsins hefur verið mjög farsælt. Það er því okkar einlægavon að með þessu samstarfi skapist ný störf og verðmæti sem gætueflt atvinnulífið á Vestfjörðum,“segir Shiran.Búist er við því að rannsóknirnar hefjist í næsta mánuði.– gunnar@bb.isBíllinn á hvolfi á hafnarbakkanum.Græn tún í Súgandafirði.Sláttur hafinn í BotniSláttur er hafinn að bænum Botni í Súgandafirði. „Það var heldur þurrt framan af sumri ennokkrir skúradagar í þessum mánuði hafa bjargað þessu. Þetta leit ekki vel út og því má segja aðþetta hafi verið skaðræðisblíða,“ segir Helga Guðný Kristjánsdóttir bóndi í Botni. Helga fagnar þvíað í kortunum séu nokkrir rigningardagar. „Við hefðum svo sem alveg viljað slá meira. Nú er baraað taka rúllurnar inn og bera áburð á túnin. Ljósmyndari blaðsins var á ferð um Súgandafjörð oghelgina og smellti af meðfylgjandi mynd.gunnar@bb.isÁhaldageymsla í Leirufirði sett í deiliskipulagBæjarstjórn Ísafjarðarbæjarhefur samþykkt deiliskipulag ílandi Kjósar við Leirufjörð ogHrafnsfjörð í Jökulfjörðum. Jörðin Kjós er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar árin 2008-2020. ViðTanga, austanmegin í Leirufirði,er gert ráð fyrir heimild til aðbyggja áhaldageymslu eða sjávarhús allt að 100 m². Áhalda-geymsla var byggð á jörðinni fyrir nokkrum árum og er ætluninað stækka hana til að hægt sé aðkoma tækjum og tólum undir þak.Jörðin Kjós á land að jörðinniLeiru sem báðar eru lögbýli íeigu Sólbergs Jónssonar í Bolungarvík.Samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er heimilt að byggja allt að fimm ný húsí landi Kjósar. Aðliggjandi erlandbúnaðarsvæði og óbyggtsvæði. Tekið er fram í deiliskipulagsstillögunni að aðkoma aðhúsinu er frá sjó. Vélar og tækisem notuð eru til ræktunarstarfafara eftir fjöruborðinu að húsunum. Ekki er gert ráð fyrir veglagningu í landi Kjósar vegnaþessara framkvæmda.– thelma@bb.isLenti á toppnumá hafnarkantinumUpphífingartaug slitnaði erverið var að hífa bíl um borð ískuttogarann Pál Pálsson ÍS 102á sunnudag með þeim afleiðingum að bíllinn féll á hafnarkantinnog lenti á þakinu. Bifreiðina ætluðu skipverjar að nota í Reykjavík á meðan skipið væri í slipp.Að sögn Sverris Péturssonar, út-Þriðji hver biskup úrPólgötunni á ÍsafirðiSvo virðist sem þriðji hverbiskup Þjóðkirkjunnar í seinnitíð hafi komið frá Ísafirði, nánartiltekið frá Pólgötu 10 á Ísafirðisem í dag er í eigu hjónannaRagnheiðar Halldórsdóttur ogMagnúsar Haukssonar, veitingamanna í Tjöruhúsinu. Sr. Sigurgeir Sigurðsson var sóknarpresturá Ísafirði áður en hann varðbiskup Íslands. Fyrir hann varkeyptur prestsbústaður í Pólgötu10. Sonur sr. Sigurgeirs, PéturSigurgeirsson bjó þar með foreldrum sínum á sínum æskuárum.Síðar tók Pétur prestsvígslu ogvarð einnig biskup.Milli hans og föður hans vorutveir biskupar; þeir ÁsmundurGuðmundsson og SigurbjörnEinarsson. Á eftir Pétri voru tveirbiskupar, Ólafur Skúlason ogKarl Sigurbjörnsson. Og enn áný kemur þriðji biskupinn úr Pólgötu 10, en það hús var æskuheimili sr. Agnesar Sigurðardóttur. Því er ekki ólíklegt aðeinhver barna þeirra hjóna Magnúsar og Ragnheiðar verði síðarmeir biskup. – gunnar@bb.isFIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012229.PM5gerðarstjóra skipsins, slapp bíllinn við stórvægilegar skemmdirog „þarf aðeins að klappa honumsvo hann verði sem nýr.“ PállPálsson verður í slipp næstu þrjárvikurnar þar sem skipið verðuröxildregið og skipt um þéttingará skrúfuöxli. Þá verður hann einnig botnmálaður og þrifinn.218.7.2012, 12:53

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201229.PM53318.7.2012, 12:53

Veitingahúsopnað í ÖgriFrá Bolungarvíkurhöfn.Kærir strandveiðarnar tilumboðsmanns AlþingisMikil óánægja er meðal strandveiðisjómanna á svæði A vegnamisskiptingar afla milli svæðainnan strandveiðikerfisins. Langflestir bátar eru skráðir á svæðiA og fá strandveiðisjómenn þarmun færri veiðidaga en bátar áöðrum svæðum. Jónas Ragnars-son, sjómaður í Súðavík hefurákveðið að kæra þessa mismununtil umboðsmanns Alþingis. „Aflahæst bátarnir við Ísafjarðardjúperu með 13-14 tonn en á samatíma eru bátar á svæði B komnirmeð yfir 20 tonn sem sýnir aðþeir hafa fengið að róa miklufleiri daga. Þetta er munur upp á8-10 tonn, sem er aflaverðmætiupp á 2,5 - 3 milljónir króna. Þaðgetur ekki talist jafnræði,“ sagðiJónas í samtali við Ríkisútvarpið.Jónas segir að eins lausn áþessu vandamali sé að sjómennsæki um leyfi til strandveiða íapríl og heildarpottur hvers svæðis verði metinn út frá því. Jónasvonast eftir breytingum sem felaí sér jafnari útdeilingu. „Mennfengju þá að veiða 10 daga í mánuði, 770 kíló á dag í fjóra mánuði.Þá yrðu allir sáttir, held ég.“– gunnar@bb.isAuglýsing um skipulagslýsinguvegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar2006-2018 vegna Krossholts-Langholts á BarðaströndGerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar áaðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna Krossholts-Langholts áBarðaströnd sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Á fundi skipulags- og bygginganefndar Vesturbyggðar þann 6/7 2012og á fundi bæjarstjórnar þann 12/7 2012 var skipulagslýsingin samþykkt.Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 30 gr. skipulagslaganr. 123/2010.Tilefni aðalskipulagsbreytingar eru áform um gerð deiliskipulags vegnafyrirhugaðra breytinga á jörðunum Krossholti og Langholti. Skilgreint ernýtt íbúðarsvæði og svæði fyrir frístundabyggð vestan Móru. Íbúðarsvæðivið Krossholt stækkað sem nemur 2-3 lóðum þ.e. úr 12 lóðum í gildandiaðalskipulagi í 14-15 lóðir. Ástæða breytingarinnar er aukin eftirspurneftir lóðum á svæðinu og að skilgreina betur núverandi og fyrirhugaða landnotkun á svæðinu.Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is, og í RáðhúsiVesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði, frá 16. júlí - 30. júlí 2012 á skrifstofutíma.Athugasemdir við skipulagslýsinguna skulu berast Skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63,450 Patreksfirði eigi síðar en 30/7 2012 og skulu þær vera skriflegar.Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um aðalskipulagsbreytinguna og hún kynntsamkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.Ármann Halldórsson, bygginarfulltrúi Vesturbyggðar.Góð berjaspretta áHesteyriBerjalönd á Hesteyri í Jökulfjörðum eru farin að taka við sérog eru krækiberin að vera fullþroskuð sem telst mjög óvenjulegt á þessum árstíma. „Það varorðið mikið svart og þau vorualveg tilbúin, þó að þau hafi sumhver verið frekar lítil ennþá. Égtýndi nokkur í gær (fimmtudag ísíðustu viku) og þau voru mjögbragðgóð,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.Ásthildur Cesil Þórðardóttirgarðyrkjufræðingur á Ísafirðitelur að ástæða þessa megi rekjatil mikilla hlýinda í sumar semog raka í jörð. „Þetta er mjögsnemmt. Berin eru ekki að komaupp fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar þannig að þetta er heilum mánuði fyrr á ferðinni,“ segirÁsthildur.FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012429.PM5Veitingahús var opnað í Ögri íÍsafjarðardjúpi fyrir stuttu. Veitingahúsið er í gamla samkomuhúsi Ögursveitunga sem hefursinnt sínu hlutverki í tæp 90 árog hýst ófáar gleðistundir ísveitinni og má þar nefna Ögurballið margrómaða. Veitingahúsið er rekið af ferðaþjónustufyrirtækinu Ögur Travel. „Við höfumnú þegar tekið á móti þremurstórum hópum í mat sem jafnframt hafa farið í ferðir með okkur, bæði kajak- og gönguferðir,“segir Halldór Halldórsson semrekur ferðaþjónustuna ásamtsystkinum sínum og öðrumfjölskyldumeðlimum.Í veitingahúsinu er sem mestnýtt staðbundið hráefni. Þar er íöndvegi hreint og ferskt vestfirskthráefni af landi og sjó, kryddaðmeð matarhefðum og sögu svæðisins að sögn Halldórs. Opið erdaglega frá kl. 10-18 en einnigfyrir hópa sem panta á kvöldin.Boðið er upp á smurt brauð ogkökur og fiskisúpu yfir daginn.Á kvöldin er tekið á móti hópumsem panta ákveðna matseðla.Ögur Travel var sett á stofn íÍsafjarðardjúpi á síðasta ári. Þaðbýður upp á leiðsögn í skipulögðum göngu- og kajakferðumum söguslóðir Ísafjarðardjúps.Halldór segir mikið sé bókað íkajakferðir í júlí og fyrrihlutaágúst. „Þær ferðir sem við höfumfarið til þessa hafa fengið frábærar umsagnir gesta okkar.Hamingjan lýsir af hverju andlitií ferð og í lok ferðar,“ segir Halldór Halldórsson.– thelma@bb.is418.7.2012, 12:53

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201229.PM55518.7.2012, 12:54

Mettúr hjá JúlíusiGeirmundssyni ÍSFrystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til hafnará Ísafirði á sunnudagskvöld meðverðmætasta afla sem hann hefurkomið með að landi úr einniveiðiferð. Veiðiferðin stóð í 39daga og aflinn upp úr sjó um 830tonn að verðmæti 360 milljónirkróna. Uppistaða aflans var grálúða og ufsi. Við komu skipsinstil Ísafjarðar var efnt til grillveisluá hafnarbakkanum fyrir áhöfnskipsins og fjölskyldur þeirra.Það var KFÍ sem sá um að grillafyrir áhöfnina og fjölskyldurþeirra. Þá hélt tónlistarmaðurinnBaldur Geirmundsson uppi fjörinu með harmonikkuleik.Júlíus heldur til makrílveiða ásunnudag.– gunnar@bb.isRitstjórnargreinSpurninginLætur þú fé að raknatil góðgerðarmála?Alls svöruðu 732.Já sögðu 458 eða 88%Nei sögðu 63 eða 12%Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar getalesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar erusíðan birtar hér.HelgarveðriðHorfur á föstudag: Hægsuðlæg eða breytileg áttog víða skúrir. Hiti 10-17stig. Horfur á laugardag: Gengur í ákveðnasuðaustanátt meðrigningu, fyrst sunnan til.Hiti 12-20 stig, hlýjastnorðanlands. Horfur ásunnudag: Gengur íákveðna suðaustanáttmeð rigningu, fyrstsunnan til. Hiti 12-20 stig,hlýjast norðanlands.Snýst síðan í norðlægaátt og kólnar heldur.Góðir hlutir gerast hægt,,Þetta er langtímaverkefni sem getur orðið að veruleika eftir fjögur til fimm ár ef allt gengur að óskum í rannsóknum, umhverfismatiog staðarvalsgreiningum,“ segir Shiran Þórisson, verkefnastjóriAtvest, um fyrirhugaða byggingu kalkþörungavinnslu í Ísafjarðardjúpi. Celtic Sea Minerals og Íslenska kalkþörungafélagið, sem rekakalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal, kanna nú möguleika slíkumrekstri á norðanverðum Vestfjörðum, leiði rannsóknirnar í Ísafjarðardjúpi til jákvæðar niðurstöðu.,,Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Shiran, því sé eðlilegt að takasér þann tíma sem til þarf til undirbúnings verksins. Þetta viðhorf ávissulega rétt á sér. Þess vegna hefur BB, öðru fremur, lagt á þaðáherslu að stutt sé við bakið á nýgræðlingum í atvinnulífinu og þeimgefin þau tækifæri, sem frekast er unnt. Því er hins vegar ekki hægtað neita að fjölmörg verkefni, sem íað hefur verið að og hugsanlegahefðu getað náð hér fótfestu, hafa með einhverjum hætti gufað upp;verkefni sem við mörg hver voru bundnar miklar vonir við. Þráttfyrir eftirgrennslan BB hefur lítið verið um svör, hvort sjúklingurinndragi enn andann eða útförin hafi farið fram í kyrrþey.Komi í ljós haldbær rök fyrir þeim líkum sem taldar eru á stærðkalkþörunganáma í Ísafjarðardjúpi verður að vona að eftirleikurinnverði í takt. Ekki leikur vafi á að verksmiðja af þessu tagi yrði styrkstoð hvað varðar eflingu og fjölbreytni í atvinnulífi við Djúp.Eina ferðina ennÞað er varla hægt að trúa því að eina ferðina enn skuli uppi sú umræða í borgarstjórn Reykjavíkur að helsta leiðin til að breyta ásýndborgarinnar úr samsafni dreifðra hverfa, hist og her í borgarlandinu,í stórborg að erlendri fyrirmynd, sé að leggja niður flugvöllinn íVatnsmýrinni og klippa þar með á þann eina streng, sem tengir íbúalandsbyggðarinnar við sérhæfða læknaþjónustu, sem stjórnvöld erumeð ári hverju að flytja í æ ríkari mæli til höfuðborgarinnar frásjúkrahúsum á landsbyggðinni, stofnunum sem bíða þess eins, effram fer sem horfir, að vera biðsalir aldraðra og langlegusjúklinga,síðasti brautarpallurinn, sem lagt er upp frá. Vonandi sjá stjórnvöldað sér hvað þetta varðar.Leiðin til að styrkja stöðu borgarinnar gagnvart landsbyggðinifelst ekki í því að leggja innanlandsflugið niður. Það er satt að segjameð ólíkindum að ráðamenn höfuðborgarinn skuli horfa fram hjáþví að mikill meirihluti landsmanna, utan sem innan borgarmarkanna,vill að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er.s.h.Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson,sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Guðmundur Björn Þorbjörnsson,sími 692 8686, gudmundur@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið m. vsk. Veittur er afslátturtil elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021XFIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012629.PM5618.7.2012, 12:54

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201229.PM57718.7.2012, 12:54

Velheppnuð sæluhelgi„Sæluhelgin heppnaðist alvegljómandi vel, við fengum frábærtveður og allir voru yfir sig ánægðir eftir því sem ég best veit,“segir Ævar Einarsson mansavinur um nýafstaðna bæjarhátíð áSuðureyri. Hátíðin hefur nú veriðvið lýði í aldarfjórðung og komagestir víða að til að taka þátt ífjörinu. Þá var manskakeppnineinnig haldin í 25. sinn og tókufjölmargir þátt í henni. Mansarnirvoru þó af skornum skammtiþetta árið.„Það er það eina sem hægtkvarta yfir en það komu aðeinsörfá stykki á land en fyrir 25árum var ekki hægt að dýfa niðurspúni í höfninni án þess að marhnútur biti á. Nú er það hinsvegar orðið virkilega erfitt hverjusem því er um að kenna. Kannskiað það verði þannig í framtíðinniað þeir verði verðlaunaðir semná að veiða marhnút.“Ævar segir mætinguna hafaverið góða. Alltaf sé ákveðinnkjarni brottfluttra Súgfirðingasem sækja hátíðina en síðan eralltaf einhver reytingur á fólkiannars staðar frá sem er að kíkjaá hátíðina, sumir í fyrsta sinn.Hann segir ómögulegt að veljahvað hafi staðið upp úr í hátíðarhöldunum. Meðal þess sem var íboði var fjölskylduhátíð þar semkarnival stemmning sveif yfirvötnum, barnadansleikur í félagsheimilinu með hljómsveitinniKróm og sæluhátíð með markaðstorgi, sleggjukasti, húsmæðrafótbolta, andlitsmálun, söngvarakeppni ásamt hinum ómissandi elddansi sem sló lokatóninní hátíðina.– thelma@bb.isFIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012829.PM5818.7.2012, 12:54

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201229.PM59918.7.2012, 12:55

Það dylst engum sem lendir áspjalli við Bjarnþór Sverrisson,betur þekktan sem Baddó Sverris,að þar á ferðinni sögumaður mikill. Þó Baddó þverneiti því aðhann þekki alla á Ísafirði virðistsem flest allir á Ísafirði þekkihann – að minnsta kosti af afspurn.Baddó settist niður með blaðamanni og sagði sögur á færibandi,með nokkrum pásum til að hlæja.Sjálfur er hann oftar en ekki íveigamiklu hlutverki, enda uppátækjasamur frá fyrstu tíð, fyrirutan að vera orðheppinn og glöggur á það broslega í tilverunni.Gafst aldrei uppBaddó þarf ekki að hugsa sigum nema í örskotsstund þegarblaðamaður fer þess á leit viðhann að hann segi frá uppvaxtarárunum á Ísafirði. „Já, hann Sigurjón sagði að ég yrði að segjafrá því þegar ég var púki. Þásagði ég: „Þú meinar þegar égvar minni púki?“ Ég hef nefnilegaalla tíð verið púki og er enn!“segir hann og hlær við.Baddó er fæddur árið 1957 ogól manninn í Króknum áður enfjölskyldan fluttist í Vallarborg.Frá því að hann man eftir sérhefur hann haft logandi áhuga áfótbolta. Ekki skortir heldurhæfileikana. „Ég get sagt þér eitt.Það er með mig og Þröst heitinn.Við vorum einu sinni spurðir aðþví hvað við ætluðum að verðaþegar við yrðum stórir. Þröstursagði: „Ég ætla að verða sjómaður og fyllibytta.“ Svo var égspurður hvað ég ætlaði að verðaþegar ég yrði stór. Ég sagði: „Égætla ekkert að verða stór. Ég ætlabara að verða betri en GeorgeBest í fótbolta.“ Það eina sem éghélt af því var nú að verða ekkertstór, en ég hafði alveg efnin í aðverða betri en George Best,“ segirBaddó frá.Hann kveðst þó ekkert vitahvaðan hæfileikar hans í fótboltanum koma. „Ja, pabbi hefur aldreigetað neitt í fótbolta og ég hugsanú ekki mamma heldur!“ segirhann og hlær. „Það hefur veriðsagt við mig að það sé eins og éghafi fæðst með boltann. Á uppvaxtarárunum mínum var ekkihægt að hafa mig í vöggu eins ogeðlilegt barn. Ég hvolfdi vöggunni alltaf. Mamma lét þá pabbakaupa rimlarúm. Ég klifraði þábara upp úr því og steyptist áhausinn. Hún skildi ekkert í þvíþegar ég kom bara skríðandifram. Ég var svo kraftmikill íhöndunum og fótunum. Ég vildialltaf bara vera á hreyfingu,“ segir Baddó.Baddó United!Hann æfði líka þrotlaust – ogaf meiri hörku en margir aðrir.„Strákarnir á Hlíðarveginum semég var að leika við þurftu alltafað fara heim að fá sér að drekka.Á Hlíðarveginum í þá daga varallt í holum og pollum. Ég drakkbara úr drullupolli ef ég var þyrstur og hélt svo áfram að sparka,“segir Baddó frá. „Á veturna, þegar það var mikill snjór og erfittað sparka, æfði ég mig svo mjögmikið á ljósastaurum. Ég kastaðiboltanum í þá og fór svo alltafnær og nær til að æfa mig aðskalla. Ég var búinn að blóðgabáðar nasirnar á mér og sprengjaá mér báðar varirnar en það skiptiengu máli, ég hélt bara áfram.Svo tók ég bara snjó og straukframan úr mér og hélt áfram. Éggafst aldrei upp,“ segir hann ogbrosir við.Sótti Stef-gjöld íHlíðarvegspúkapartíiÁ Hlíðarveginum í þá dagavar aldrei skortur á leikfélögumog nóg um að vera. „Einhverntíma komu Guðný Hólmgeirs,Helga og Guðný Elíasar til okkarstrákanna og spurðu hvort viðþyrðum í kapphlaup. „Við ykkur?Ekkert mál!“ sögðum við. Þásögðu Guðný Elíasar og Helga:„Nei, ekkert við okkur, þið eigiðað fara í Guðnýju!“ Þá öskraðiallur fótboltalýðurinn: Baddó ferí hana! Guðný Hólmgeirs var alveg rosalega snögg. Ég var líkasvakalega snöggur að hlaupa. Égveit nú ekki enn þann dag í dagað einhver karlmaður myndi viðurkenna að hann hefði tapað fyrirstelpu, en ég skammast mín ekkert fyrir það. Við fórum tvisvarog hún var örlítið á undan mér íbæði skiptin,“ segir Baddó ogglottir. „Við hittumst svo núnaþegar það voru liðin 40 ár frá þvíað við fermdumst. Þá var égbúinn að láta gera svona hlaupastyttu og gullpening og lét grafaá það: Spretthlauparinn 1970. Égafhenti henni þetta,“ segir hannbrosandi.Það fer minna fyrir sögum afskólagöngunni, enda segist Baddóaldrei hafa verið mikill námsmaður. „Alls ekki, sko. Ég kláraðinú bara barnaskólann. Ég vissiekki neitt í minn haus þegar égátti að svara einhverju í skólanum. Ég var góður í skrift og lestri,en vissi svo ekki neitt meira. Égkunni þetta af því að Magga Óskars kenndi manni að lesa og skrifaá dagheimilinu sem var þarnaupp á Hlíðarvegi, þar sem Bjarndís heldur alltaf Hlíðarvegspúkapartíin,“ segir Baddó og hendistsvo beint inn í aðra sögu.„Nú man ég eitt! Ég vil nefnaeitt um Hlíðarvegspúkapartíin ogég vil að Bjarndís heyri það vel:ég held hún muni eftir því. Bjarndís er indæliskona og hefur allatíð verið. Ég vann nú hjá henni íheilt ár og það var gaman aðvinna með henni,“ segir hann ogbrosir prakkaralega. „Sko, mammaer kölluð Lalla. Það er ekkertlangt síðan ég spurði hana út íþetta nafn, af hverju hún sé kölluðþetta. Hún heitir Sigrún og Lallaer ekki einu sinni nálægt því. Þásagði hún: „Á ég að segja þér útaf hverju ég er kölluð Lalla? Þaðer af því að þegar ég var lítil ogvantaði pelann þá talaði ég alltafum „lallann“.“ Amma kallaði hanaþess vegna bara Löllu og þaðfestist við hana,“ segir Baddófrá.„Í allri músík, öllum textumsem hafa náð einhverjum vinsældum er svo eitthvað svona lala-la. Einhvern tíma kom ég íHlíðarvegspúkapartíið. Þá sagðiBjarndís: „Þú verður að borgaþúsund krónur ef þú ætlar að farainn í tjaldið.“ Þar voru allir aðsyngja lalla. Ég sagði: „Nei, égætla sko ekki að borga þúsundkrónur til að fara inn í tjaldið, éger að koma hérna til að ná í Stefgjöld fyrir hana mömmu. Kellingarnar hafa verið að syngjaþetta frá því ég man eftir mér ogsvo er maður rukkaður fyrir það!“Bjarndís varð alveg brjáluð oghenti mér út,“ segir Baddó oghlær hástöfum.Tók sjómannslífiðfram yfir fótboltannÁ uppvaxtarárunum var þaðhelst Ómar Torfason, sem síðarvarð atvinnumaður í fótbolta, semveitti Baddó einhverja samkeppnií boltanum. „Við vorum að æfaokkur saman. Við hlupum uppað brennu á Hlíðarvegi, eins ogþað var kallað, og svo aftur niðureftir á það sem heitir Njarðarvöll. Þar lyftum við grjótum ogjárnum sem Rúnar Eyjólfs varbúinn að vigta. Ég sagði við Ómarað við ættum að byggja upp þrekið. Knattæknina höfðum við áhreinu, við kenndum hvor öðrumhana. Og þó ég segi sjálfur frávar það frekar ég sem kenndiÓmari en öfugt. Ómar sagði einusinni í viðtali í Vestanpóstinumað hann ætti mér mikið að þakkaað komast í landsliðið og atvinnumennskuna,“ segir Baddó.„Einu sinni, þegar við áttumað fara að keppa á móti Stjörnunni frá Garðabæ á Íslandsmótinu vorum við reknir úr liðinu, afþví að við mættum ekki á síðustutvær æfingarnar fyrir leik. Égminnist á hann sem drullusokk,þann þjálfara. Hann heitir Örnog ég gleymi honum aldrei. Hannrak okkur úr liðinu,“ segir hannog hristir höfuðið.En talandi um atvinnumennsku, hefur hann aldrei séð eftirþví að hafa ekki fetað þá braut?„Nei,“ segir Baddó ákveðinn. „aldrei. Ég fór bara á sjóinn og gerðist fyllibytta eins og hinir. Ég varmeð nóg af seðlum og þá fórmaður bara á rúntinn um leið ogmaður fór í land. Ég var svoungur sko. Það má eiginlega segjaað ég hafi verið með aðra löppinaí grjótinu og hina úti á sjó! Löggan tók mig alltaf – ég var samtekkert að gera. Ég var bara fullurí leigubíl að hlusta á músík,“segir hann og hlær.Það er ekkert launungarmál aðBaddó hefur átt í nánu sambandivið Bakkus í fjölmörg ár. Hannsegir líka sjálfur að drykkjan hafigert honum ýmsa grikki: taugakerfið sé aldeilis ekki í góðuformi og hjartað hegðar sér allsekki eins og það á að gera. Raunarhefur það hreinlega stöðvast. Ogþað oftar en einu sinni.Með marið hjarta„Ég er með alveg ónýtt hjarta.Og ég sem alltaf hefur verið sagtað sé svo hjartgóður maður. “segir Baddó og brosir við.Blaðamaður spyr hvað gerist eiginlega, hvort hjartað fari hreinlega í stopp? „Fer í stopp? Það ernú bara eðlilegt þegar það stoppar, ég er ekkert að láta einhverjavitleysinga vera að vesenast í því,ég sé bara um það sjálfur. Ég lembara svolítið í það og þá fer þaðaf stað aftur. Hjartalæknirinnspurði mig einhvern tíma hvortég lemdi í hjartað á mér. Ég sagðiað já, ég gerði það. „Það hlaut aðvera,“ sagði hann. „Mér leist ekkert á myndirnar af þér, það eralveg svart á þér hjartað, það ersvo marið.“ Það gerir ekkert til,það fer allavega í gang!“ segirBaddó og hlær við.„Ég er búinn að drepast uppi ásjúkrahúsi. Nokkrum sinnum. Ogalltaf rís ég upp! Þorsteinn læknirer orðinn brjálaður á mér. Ég sá íblöðunum að hann sé að taka sérárs frí – ætli hann hafi fundið þaðá sér að ég væri á leiðinni í viðtal?Hann fer bara úr landi!“ segirBaddó glottandi. „Helgi læknirsegir reyndar að það ætti að skrifaum mig í Læknaritið, ég er vístenginn venjulegur maður! Égsagði honum nú bara að ég séeins og Manchester United ogBaddó United, við komum alltafBaddó UnitedÞrátt fyrir að hafa snúið bakivið möguleikum á atvinnumennsku eru fótboltaskórnir ekki rykfallnir. Baddó hefur enn yndi affótbolta, hefur tekið þátt í öllumPúkamótum frá upphafi og leikiðá Pollamóti öldunga á Akureyri.Pollamótsleikirnir hafa farið framundir merkjum liðsins BaddóUnited, svo nefnt eftir honumsjálfum.„Það var svoleiðis að við vorum að fara að taka þátt í innanhússmótum, við gömlu kallarnir.Eða gömlu – við erum allir táningar sko, “ segir hann og brosir.„Það voru tveir í liðinu semhéldu með Liverpool en hinir allirmeð United. Ég skrifaði á töflunaog vildi spila undir nafninu OldBoys, eða gömlu strákarnir. EnPétur Guðmunds strokaði það útog skrifaði í staðinn Baddó United, af því að allir voru UnitedFIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 20121029.PM5aftur.Þegar ég drapst þarna í fyrstaskiptið var ég alveg steindauður.Dóri bróðir vakti yfir mér. Þegarég vaknaði aftur sagði Þorsteinnvið mig: „Af hverju varstu ekkikyrr þarna uppi, þú varst steindauður!“ Ég sagði að þetta hefðuallt verið svo lélegar fyllibytturþarna uppi. „Lélegar fyllibyttur,“sagði hann, „þetta eru allt vinirþínir!“ Þá sagði ég: „Ja, þeir hafaþá allir verið á AA-fundi, því égsá ekki neinn! Ég nennti ekkertað hanga þarna!“ Þá varð Þorsteinn alveg brjálaður.Svo sagði ég líka við hann:„Þorsteinn, djöfulsins kjaftæði erí þér sem heldur að það sé rauttljós niðri hjá skrattanum. Það ersko ljósgrænt ljós hjá honum.Þegar ég fór niður var ég svotimbraður. Ég vissi ekkert um aðþað væri bara eitt staup á mannsvo ég tók fjögur. Skrattinn varðbrjálaður, stakk gafflinum í rassinn á mér og sagði mér að hypjamig á þennan stað sem ég komfrá, hingað á Ísafjörð auðvitað,og að halda áfram að halda meðUnited. Auðvitað fer ég eftirskrattanum. Ég væri löngu dauður og ruglaður ef ég færi eftirykkur læknunum.“ Þetta sagðiég við Þorstein. Þá stappaði hannniður fótunum og galaði á Helga.Helgi kom hlaupandi, hélt að þaðværi einhver að reyna að drepaÞorstein. Þá sagði Þorsteinn: „Þúverður að reyna að tjónka viðþennan brjálæðing – ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af honum!“ Það er ekki furða þó hannverði að fara í frí!“ segir Baddóog skellihlær.1018.7.2012, 12:55

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201229.PM5111118.7.2012, 12:55

menn nema tveir og svo rímaðiþað svona flott.“Nafnið hefur heldur betur festsig í sessi. „Maður er að tala viðunglingana í dag og þeir kallamig bara Baddó United. Það erekki séns fyrir mig að leiðréttaþetta og segja þeim að það séfótboltaliðið, ekki ég! Ég erBaddó Sverris! En ókei. Svonaer þetta,“ segir Baddó. „Svo erunú unglingar sem hafa beðið migum að vera þjálfarann sinn. Migdauðlangar það nú reyndar, aðgefa þeim eitthvað af mér. Ég áhelling til, í hjartanu og heilabúinu. En það er svo erfitt, því þáþarf maður að fylgja þeim alltsumarið. Það er ekki bara eins ogeitt Íslandsmót og svo búið,“ segir hann hugsi.Talinu er aftur vikið að BaddóUnited, sem á sinn eigin fána.„Ég bað hann Pétur Guðmunds,sem ég kalla Peter Smeichel, aðredda merki árið 2000. Þá fór égtil Akureyrar til að taka þátt ílávarðadeildinni í Pollamótinu.Hún er fyrir fjörutíu ára og eldri.Pétur útskýrði merkið svona fyrirmér: „Þetta ert þú, í sólskinsskapi, að klippa boltann afturfyrir þig. Hérna eru fjöllin á Ísafirði, hérna er sjórinn og grasið.“Þá spurði ég: „Hvað meinarðumeð þessari bjórkrús?“ Þá sagðihann: „Bjórinn flýtur á Akureyri!“ Það var skýringin og þarnavar merkið komið,“ útskýrirBaddó.Fundum blaðamanns og Baddóbar saman nokkrum dögum fyrirPúkamótið og þá leit ekki vel útmeð þáttöku hans á mótinu. „Ífyrra var ég fyrirliðinn í sigurliðinu og svo var ég kosinn maðurmótsins. En ég mátti ekki takaþátt í því núna,“ segir hann ogandvarpar. „Þetta er níunda áriðsem mótið er haldið og ég hefverið með alveg frá upphafi.Þorsteinn talaði við hjartalækninn í Reykjavík fyrir mig og fékkgrænt ljós á það að ég mætti takaþátt ef ég væri bara í marki, þáreyndi ekki of mikið á hjartað.En eins og ég sagði við Þorsteiner mér andskotans sama um þettahjarta. Það væri fínt að drepastbara þarna á fótboltavellinum –ég ólst þar upp! Hann sagði aðþað kæmi ekki til greina,“ segirBaddó.Púka-Pétur ogprestur í afleysingumÞað er auðheyrt að Baddó vildihelst taka Púka-Pétur, eins oghann kallar hann, sér til fyrirmyndar. „Hann er sá eini í Púkamótinu sem hefur gert atvinnusamning við þessa snillinga semað ráða öllu. Hann ætlaði að spilatil áttræðs. Ég hef verið að vinnauppi í kirkjugarði núna síðustudaga og hann var að mála leiðiþarna við hliðina á mér. Ég spurðihann hvort hann ætlaði að mætaí sumar, eða hvort hann væri orðinn áttræður. Hann sagði: „Jú,jú, ég er áttræður, en þeir hafasko ekki efni á mér, að endurnýjasamninginn,“ segir Baddó oghlær.„Þeir sögðu nú annars á Púkamótinu að Púka-Pétur hefði einusinni keypt okkur fyrir karamellu.Það var nú lygi. En hann JenniKristmanns keypti mig einu sinniyfir í Hörð fyrir Siríus-súkkulaðistykki og fimm hundruð kall.Hörður gat þá ekki neitt. Mérfannst þetta flott: ég eyddi fimmhundruð kallinum í gotterí og átsúkkulaðið. Ég mætti svo á einaæfingu með þriðja flokki. Mérfannst þeir svo lélegir, þótt þeirværu miklu eldri en ég, að égákvað að ég færi þetta aldrei aftur.Á næsta móti spilaði ég svo meðVestra. Þá sagði Jenni: „Hva,ertu kominn í Vestrabúning? Égsem keypti þig fyrir súkkulaði!“„Já,“ sagði ég, „Siríus súkkulaðið? Ég er búinn með það oglíka aurinn.“ Jenni spurði afhverju ég væri þá ekki í Harðarbúningnum. „Þeir eru svo lélegir,“ sagði ég, „geturðu ímyndaðþér að ég fari að spila með þessumdrullusokkum?“,“ segir Baddófrá og hlær.Tíminn hans í kirkjugarðinumvarð reyndar kveikjan að annarrisögu, nýrri af nálinni. „StebbiDan hefur gaman af því að geragrín. Það hafði spurst út að presturinn væri að fara í frí og Stebbivar nýbúinn að taka við semkirkjuvörður. Stebbi laug því aðöllum að ég væri að taka við afprestinum. Ég sagði nú að þaðværi kjaftæði, ég væri bara meðhjálpari. Stebbi hélt þessu áframsvo ég sagði bara, „Jú, alveg rétt,ég átti að taka við af prestinum.“Þetta fór náttúrulega eins og eldurum sinu um Ísa

Maðurinn með marða hjartað Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk