Stofnað 14. Nóvember 1984 · Fimmtudagur 9. Janúar 2014 · 1. Tbl. · 31 .

Transcription

Kalli á MímiKarl Sigurðsson, Kalli á Mími einsog margir þekkja hann, hefurupplifað margt á sinnu lönguævi, en hann varð 95 ára í vor.Hann hefur unnið ýmislegt á sínum starfsferli,allt frá því að verasmali til þess að stýraskipi, lengst af Mími.– sjá bls. 10-11Staðráðinn að látadrauminn rætastGuðni Páll Viktorsson, er Vestfirðingur ársins 2013 að matilesenda bb.is. Guðni Páll, sem fékk 33% greiddra atkvæða, sigldi hringinn í kringum landið í sumar á kajaktil styrktar Samhjálp. Afrek Guðna Páls vakti miklaathygli bæði hérlendis og erlendis, enda réri hanneinskipa við erfiðustu aðstæður. Guðni Páll, semsegist vera hálfur Ísfirðingur og hálfur Þingeyringur er í skemmtilegu viðtali í BB í dag.– sjá bls. 12 og 13.Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 9. janúar 2014 · 1. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintakGleðilegt ár!

Guðni Páll Viktorsson:„Frábær árangur í sumar þegarhann réri á kajak 2,140 km hringinn í kringum landið í 55 róðraleggum á þremur mánuðum –Flottur og dulegur strákur og góðfyrirmynd – Gull af manni – Sýndihjartahlýju og hetjudáð fyrir þásem minna mega sín – Hefur einstakt hjartalag – Ávallt einlægurog trúr sjálfum sér – Gull af mannisem ætti að heiðra sem Vestfirðingársins – Algjör hetja – Framúrskarandi piltur sem lætur gott af sérleiða – Sýndi mikið þrekvirki íþágu Samhjálpar – FyrirmyndarVestfirðingur sem gaf Vestfjörðum og landinu öllu góða kynningu.“Hálfdán Óskarsson ogÓskar Hálfdánarson:Harpa Oddbjörnsdóttir blaðamaður og Guðni Páll Viktorsson við afhendinguna.Guðni Páll Viktorsson erVestfirðingur ársins 2013Vestfirðingur ársins 2013 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Guðni Páll Viktorsson. Guðni Páll sem er ættaðurúr Dýrafirði sýndi fádæma þrautseigju og úthald í sumar þegarhann réri á kajak hringinn í kringum landið til styrktar Samhjálp.Aðstæður voru oft á tíðum mjögerfiðar á meðan á siglingunni stóðen Guðni Páll lét það aldreistöðva sig. ,,Með afreki sínu komhann Vestfjörðum rækilega ákortið því ávallt kom fram hvaðan drengurinn væri uppruninn.Hann er auk þess mikið ljúfmennienda af góðu fólki kominn,” einsog einn þátttakandinn í kjörinusagði um Guðna Pál. Ljóst er aðafrek Guðna Páls ber vott umlíkamlegt og andlegt þrek aukþess sem hann er jarðbundinn oghefur góða útgeislun. ,,Hannsýndi að það er hægt að látadrauma sína rætast og láta einniggot af sér leiða.”Guðni Páll fékk 33% greiddraatkvæða en hátt í 500 manns tókuþátt í kjörinu. Í öðru sæti í kjörinumeð 25% greiddra atkvæða vorufeðgarnir Hálfán Óskarsson ogÓskar Hálfdánarson á Ísafirði.Þeir feðgar settu á árinu á stofnmjólkurvinnslu í Bolungarvíkundir nafninu Arna ehf. Þar eruframleiddar laktósafríar mjólkurvörur sem notið hafa vinsældafrá því þær komu á markað. Íþriðja sæti í kjörinu með 7%greiddra atkvæða var Óskar Jakobsson frá Ísafirði, sem í sumarhljóp frá Reykjavík til Ísafjarðar,rúmt maraþon á dag í 10 dagastyrktar Finnboga Erni Rúnars-syni og Neistanum, félagi hjartveikra barna.Í fjórða sæti með 4% greiddraatkvæða varð Guðjón Þorsteinsson á Ísafirði og í fimmta sætivar Sveinbjörn Hjálmarsson áÍsafirði (Simbi í Hafnarbúðinni)með 3% greiddra atkvæða. Allsfengu 80 einstaklingar atkvæði íkjörinu en heildarfjöldi atkvæðavar 461. Áður hafa fengið nafnbótina Vestfirðingur ársins þauAgnes M. Sigurðardóttir, biskupÍslands (2012), Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2011),Benedikt Sigurðsson (2010),Halldór Gunnar Pálsson (2009),Egill Kristjánsson (2008), ArnaSigríður Albertsdóttir (2007),Sunneva Sigurðardóttir (2006),Sigríður Guðjónsdóttir (2005),Örn Elías Guðmundsson, Mugi-son (2004), Magnús Guðmundsson (2003), Hlynur Snorrason(2002) og Guðmundur Halldórsson (2001).Aðstandendur valsins á Vestfirðingi ársins 2013, Gullaugaehf., á Ísafirði, Advania hf., íReykjavík og fréttavefurinn bb.isóska öllum þeim sem fengu tilnefningu til hamingju og þakkalesendum þátttökuna og óskaþeim velfarnaðar á nýbyrjuðu ári.Í tilefni útnefningarinnar varGuðna Páli fært viðurkenningarskjal til staðfestingar á valinu,farandgrip og eignargrip semsmíðaður er af Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Afhendingin fórfram á laugardag og kom það íhlut Hörpu Oddbjörnsdóttur blaðamanns að afhenda Vestfirðingiársins viðurkenningarnar.„Sýndu fram á frábæra nýsköpunmeð því að koma vestfirskummjólkurvörum aftur á framfæri –Frumkvöðlar í mjólkuriðnaði –Stofnuðu mjólkurvinnsluna Örnuehf., í Bolungarvík – Hafa óbilandi trú á sjálfum sér og Vestfirðingum – Fóru að bjóða upp á laktósafríar mjólkurvörur – Hafa skapað ný störf í skugga fjölda-uppsagna í samfélaginu – Fá 10 í einkunn fyrir ísfirska skyrið – Kraftaverkamenn – Flottir frumkvöðlar– Komu með nýjung á markaðsem nýtist mörgum til góðs –Drengir góðir og gæðablóð.“Óskar Jakobsson:,,Hljóp frá Reykjavík til Ísafjarðar, rúmt maraþon á dag í 10 dagatil styrktar Finnboga Erni Rúnarssyni og fjölskyldu og Neistanum,félagi hjartveikra barna – Yndislegur, gefandi og frábær maður –Góður maður með stórt og gothjarta – Falleg sál – Vann óeigingjarnt og frá-bært þrekvirki –Ótrúlega vel gerður, ljúfur og góður drengur sem á skilið að veravalinn Vest-firðingur ársins 2013– Hljóp heim – Gæðadrengur meðhjartað á réttum stað.”Eftirtaldir einstaklingar / aðilar fengu atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2013: Jón Guðbjartsson, Mugison og áhöfnin á Húna, Sigmundur Þórðarson, Þröstur Reynisson, Jón Þórðarson, Magnús Hauksson, Eyþór Jóvinsson, Halldór Smárason, Arna Sigríður Albertsdóttir, Martha Sigríður Örnólfsdóttir, Fanney Inga Halldórsdóttir,Páll Gunnar Loftsson, Fríða Sæmundsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Hjalti Hafþórsson, Haraldur Leifsson, Ingibjörg Sigríður Guðmunsdóttir, Karen Lind Thompson,María Rut Kristinsdóttir, Stjórn Mýrarboltafélagsins, Stefán Dan Óskarsson, Henna-Rikka Nurmi, Elías Jónatansson, Hálfdán Óskarsson og Óskar Hálfdánarson, Sigfús Fossdal, Halldór Halldórsson, Kristrún Hermannsdóttir, Ólafur Gestur Rafnsson, Arnór Stígsson, Úlfar Lúðvíksson, Bragi Valdimar Skúlason, Guðni Páll Viktorsson, Kári Þór Jóhannsson, Fanney Inga Halldórsdóttir, Guðni Albert Einarsson, Ylfa Mist Helgadóttir, Óskar Jakobsson, Andri Fanner Sóleyjarson, Ingvar Örn Ákason, Hermann S. Hreinsson, Jón Þór Þorleifsson, Matthías Garðarsson, Hallgrímur Sveinsson, Alda Davíðsdóttir, Gilla Smoter, Ágúst Angantýsson, Guðjón Þorsteinsson, Elfar Logi Hannesson, Margrét Brynjólfsdóttir, Mekkín Silfá Karlsdóttir, Sveinbjörn Hjálmarsson, Ásgeir Kristján Karlsson, Gísli Halldór Halldórsson, Bernharður Guðmundsson og Hlynur Kristjánsson, Guðmundur Sævar Guðjónsson, Lilja Jónsdóttir, Sr. Magnús Erlingsson, Örn Elías Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl,Ómar Smári Kristinsson, Heimir Hansson, Henrý Bæringsson, Ásgeir Överby, Gústaf Gústafsson, Guðmundur M. Kristjánsson, Agnes Jóhönnu og Ásgeirsdóttir, AgnesM. Sigurðardóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Andrea Björnsdóttir, Falur Þorkelsson, Jóhanna María Sigmunsdóttir, Þorbjörn Steingrímsson, Halldór Eraclides, SigurðurAtlason, Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Sigrún Jóna Guðmunda Sigurðardóttir, Hilmar Örn Þorbjörnsson, og Jakob Jónsson.2FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014

FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 20143

Útgefandi:Afgreiðsla og ritstjórn:Ritstjóri BB og vinnsla:Upplag:Dreifing:Stafræn útgáfa:Önnur útgáfa:Gúttó ehf., kt. 680501-2620Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.isHalldór Sveinbjörnsson,Sigurjón J. Sigurðsson.Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.isSmári Karlsson, 866-7604, smari@bb.isHalldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.isLitróf ehf.2.200 eintökÍslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimiliá norðanverðum Vestfjörðumwww.bb.is / facebook.com/pages/bbisÁ ferð um VestfirðiISSN 1670-021XTekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögumfyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.RitstjórnargreinVestfirðingur ársins,,Um leið og ég heyrði lætin vissi ég hvað var að gerast, að fyrir utanværi að rísa alda sem myndi hafa miklar afleiðingar. Ég lít í áttina þangað og sé þessa öldu og það fyrsta sem kemur í hugann er að fara beintá hana, ekki að láta hana koma í hliðina. Ég beygði og byrjaði að róa ámóti öldunni eins og ég ætti lífið að leysa en sá það fljótt að ég ætti engamöguleika að fara í gegnum hana, hún var það stór og gríðarlega aflmikil. Þannig gerði ég mig bara kláran til að fara í rússíbanaferð og dródjúpt andann, svo skall aldan á bátnum og henti honum upp í loftiðþannig að hann fór eins og heljarstökk aftur fyrir sig. Báturin sjálfur erum hundrað kíló, þetta er engin léttavigt, en hann var bara eins og tannstöngull í þessu. – Ég lenti þarna á hvolvi í sjónum og rúllaði þannigmeð þessari öldu í átt að landi, ég veit ekki hve lengi, en fyrir mér varþetta eins og heil eilífð og ég hafði ekkert loft eftir. Ég vissi bara að efég færi úr bátnum, þá væri þetta búið.“Þessi texti er ekki úr handriti að spennuþrunginni bíómynd, þar veðrahamur kann að verða búinn til með tæknibrellum, heldur einfaldegafrásögn af lífsreynslu Vestfirðings ársins 2013 í kajakróðri hans í kringum Ísland, á andartaki þar sem skilin milli lífs og dauða héngu á hverjusekúndubroti í baráttu hans við ofurkraft náttúruhamfara, sem aldreigera boð á undan sér.,,Það var eiginlega ekki fyrr en ég var kominn á þurrt sem ég áttaðimig á því hvað hafði í rauninni gerst, að þarna hefði þetta alveg getaðendað.“Til nánari kynna af þessari einstöku upplifun og afreksverki skal bentá viðtal í blaðinu við nýkjörinn Vestfirðing ársins 2013, Guðna PálViktorsson; að eigin sögn hálfur Þingeyringur og hálfur Ísfirðingur.,,Ég held að meiri viðurkenning fyrir mig en að vera kosinn svona afmínu heimafólki á Vestfjörðum sé ekki til,“ eru viðbrögð Guðna Páls,sem lét áheitin sem söfnuðust við róðurinn renna til Samhjálpar: ,,Þaðer fyrst og fremst þörfin fyrir að styðja þá sem minna mega sín,“ semveldur því.Til hamingju Guðni Páll.Alls fengu 80 einstaklingar atkvæði í kjörinu á Vestfirðingi ársins,sem nú fór fram í þrettánda sinn. Í öðru sæti lentu þeir feðgar HálfdánÓskarsson og Óskar Hálfdánarson, stofnendur mjólkurvinnslunar Örnuehf í Bolungarvík, fyrirtækis, sem Vestfirðingar verða að standa vörðum, og í hinu þriðja Óskar Jakobsson, sem hljóp frá Reykjavík til Ísafjarðar, rúmt maraþon á dag í 10 daga, til styrktar Finnboga Erni Rúnarssyni og Neistanum, félagi hjartveikra barna.Bæjarins besta óskar öllum þeim sem tilnefningu hlutu til hamingjuog þakkar þátttökuna.– s.h.Spurning vikunnarStrengir þú áramótaheit?Alls svöruðu 343.Já sögðu 76 eða 22%Nei sögðu 267 eða 78%Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.4Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Mynd: Læknablaðið.is.Landlæknir: Gengiðverður rösklega til verksGeir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að nú þegar andmælaréttur Þorsteins Jóhannessonar,framkvæmdastjóra lækninga viðHeilbrigðisstofnun Vestfjarða, errunninn út vegna mats embættisins á starfshæfni hans, verðigengið rösklega til verks svo unntsé að ljúka málinu hið fyrsta.Geir vildi ekki staðfesta hvortÞorsteinn hefði nýtt andmælaréttsinn eður ei. „Málið hefur hingaðtil gengið rosalega hratt miðaðvið þann ramma sem við vinnumeftir og lög gera ráð fyrir. Efeinhver andmæli er um að ræðaaf hálfu Þorsteins þá þurfum viðað skoða þau að sjálfsögðu en égget lofað því að það verður gengiðrösklega til verks. Enda hef égfulla samúð með áhyggjum fólksaf þessu máli.Matinu skilaði landlæknir stuttufyrir jól. Embættinu var falið aðmeta starfshæfni Þorsteins í kjölfar þess að fjallað var um bréffimm lækna við stofnunina tilforstjóra hennar, þar sem þeiróskuðu eftir að málinu yrði vísaðtil landlæknis. Þá var um mánuður liðinn frá því að bréfið varskrifað. Frá því að málið komupp hafa þrír læknar af fimmsagt upp störfum hjá stofnuninniog einum hefur verið sagt upp.Ekki verður greint frá niðurstöðu mats landlæknis fyrr enendanleg niðurstaða liggur fyrirí málinu, en nú eftir að andmælaréttur er runninn út á eftir að takamögulegar athugasemdir Þorsteins til greina. Í tilkynningu fráHsVest frá 19. desember komfram að að Þorsteinn muni áframgegna störfum sem framkvæmdastjóri lækninga, en að hann munihvorki sinna skurðaðgerðum nélæknavöktum, líkt og hefur verið.Ísfirðingurinn Birna Jónasdóttir hefur verið ráðin nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður.Birna Jónasar nýr rokkstjóriÍsfirðingurinn Birna Jónasdóttir hefur verið ráðin nýr rokkstjóriAldrei fór ég suður og tekur húnvið af Jóni Þór Þorleifssyni semrokkstýrði síðustu þremur hátíðum en lét af störfum að eigin ósk.Guðmundur M. Kristjánsson,stjórnarformaður Aldrei fór égsuður, er spenntur fyrir að fá nýttblóð í stjórnun hátíðarinnar entekur fram að Birna sé enginnnýgræðingur í rokkstjórnun, húnhafi unnið með Jóni Þór á síðustuhátíð og viti nákvæmlega um hvaðþetta snýst. UndirbúningsnefndAldrei fór ég suður hittist millihátíða og undirbúningur kominná fullan skrið. Guðmundur gerirráð fyrir hátíðin verði meðsvipuðu móti og fyrri ár en húsnæðismálin eru sífelldur höfuðverkur rokknefndarmanna.„Við skipuðum nefnd á fundinum til að fara í viðræður viðbæinn um framtíðarlausn á húsnæðismálum hátíðarinnar. Viðerum á öðru ári á þriggja árasamningi við Byggðastofnun umað fá að vera á Grænagarði þessadaga kringum hátíðina og það erkominn tími til að huga að hvaðgerist þegar samningurinn rennurút“, segir Guðmundur. Hátíðinverður að vanda haldin um páskana sem eru seint á ferðinni ár enpáskadagur verður 20. apríl samanborið við 31. mars í fyrra oggetur munað um minna í þíðviðrihér á norðuslóðum.FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014

FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 20145

Með mörg járn í eldinumSoffía Vagnsdóttir skólastjórií Bolungarvík hefur verið sæmdheiðursmerki hinnar íslenskufálkaorðu fyrir framlags sitt tilfélags- og menningarmála íheimabyggð. Ólafur RagnarGrímsson, forseti Íslands, sæmdiSoffíu, og tíu aðra Íslendinga,fálkaorðu við hátíðlega athöfn áBessastöðum á nýársdag. Soffía,eða Sossa eins og hún er alla jafnkölluð, starfar sem skólastjóriGrunnskóla Bolungarvíkur oghefur ávallt látið til sín taka íheimabyggð. „Maður er ennþábara reyna að skilja þetta. Forsetaritarinn hringdi einhverjumtíu dögum fyrir jól og ég svaraðibara að þetta hlyti að vera einhvermisskilningur! Þetta var óskaplega óvænt og ég er djúpt snortinog þakklát,“ segir Soffía.„Það var ógurlega gaman aðkoma á Bessastaði en þangað hefég bara einu sinni komið áður,með honum Grími mínum [Atlasyni, fyrrverandi bæjarstjóra Bolungarvíkur] þegar við ætluðumað bjarga Vestfjörðum. Eftir athöfnina var húsið opnað og þaðfylltist af allskonar fólki, listamönnum, þingmönnum, ráðamönnum hinna ýmsu stofnanaog fleiri, í árlegt nýársboð forsetans. Ég tók mömmu [BirnaHjaltalín Pálsdóttir] og Rolandmanninn minn með og þetta varalveg yndislegur dagur,“ segirhún. Aðspurð hvernig mammahennar hafi tekið þessu segir húnhana ekki hafa áttað sig almennilega á þessu fyrr en þau komu áBessastaði. „Svo sagði hún: Hverhefði trúað því þegar þú fæddistá Manga Ella búð að þú ættir eftir að fá fálkaorðu!,“ segir Sossaog hlær.Gestur sonur hennar bauð heimSoffía Vagnsdóttir.í matarboð í tilefni dagsins íReykjavík. „Svo hitti ég fólkiðmitt fyrir vestan þegar ég kemheim, fagna með þeim. Ætli égverði ekki að taka orðuna meðmér í skólann til að sýna krökkunum líka.“ Hún er ávallt meðmörg járn í eldinum, sem húnsegir eðli þess að lifa lífinu lif-andi. „Ég reyni að kenna mínumkrökkum í skólanum, og lífinulíka,að manneskjan er ekki eyland. Það er svo ótrúlega mikilvægt að rækta þetta með börnum,að hugsa um að axla þá ábyrgðað vera samfélagsþegn, maðurverður að leggja sitt fram til aðgera lífið skemmtilegt. Eins ogég segi alltaf við þau: maður verður að hugsa meira sam í öllu semvið gerum því þá fá fleiri að njóta.Það er betra að hafa lífið skemmtilegt en leiðinlegt. Vakna á morgnana frekar en að breiða sænginaupp fyrir haus.“Sossa er borinn og barnfæddurBolvíkingur, úr sex systkina hópiVagns Hrólfssonar sjómanns ogBirnu Pálsdóttur kaupmanns. FráBolungarvík flutti hún 16 ára entilbaka fertug en árið 1998 tókhún við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Bolungarvíkur þar semhún starfaði í sex ár. Hún hefursíðan starfað sem skólastjóri GBundanfarin ár. Síðasta vetur varhún þó í námsleyfi þar sem húnvar ljúka meistaranámi í Menningarstjórnun og Evrópufræðumfrá Háskólanum á Bifröst oglokaverkefni hennar þar ber heitirBolungarvík: að breyta þorpi íþjóðbraut : tengsl menningartengdrar ferðaþjónustu, sjávarþorpa og samfélagsfrumkvöðla.Sossa gaf einnig nýlega út tónlistarnámsefni fyrir börn, bókinaTrommur og töfrateppi – tónlistmeð börnum á leikskólaaldri. Þáer hún upphafskona Ástarvikunnar í Bolungarvík og hefur,ásamt Guðrúnu Stellu Gissurardóttur, staðið að söfnun á kaupumá listaverki af Bjöggu vatnsberaog unnið að verkefnum tengdumÞuríði Sundafylli.– harpa@bb.isÓánægja með snjómokstur á FlateyriMikil óánægja er á Flateyri ermeð snjómokstur í þorpinu enflestar götur munu vera ófærar.Guðmundur Hagalínsson íbúi áFlateyri, segir að fyrirkomulag6snjómoksturs í þorpinu sé ótækt.„Sá sem sér um snjómoksturinnbýr ekki Flateyri og þegar Hvilftarströndin er ófær eða snjóflóðfellur á veginn, kemst hann ekkitil Flateyrar“, segir Guðmundur.Að hans mati er þetta almannavarnamál. „Það er ekkert launungamál að ég hef farið með þettafyrir sýslumann því það geturverið grafalvarlegt ef flestar göturer ófærar í lengri tíma. Ég gerimér fyllilega grein fyrir því aðþað er ekki hægt að moka allargötur, en kvikni í komast slökkviliðsmenn ekki að brunahönumog sömuleiðis eru sjúkraflutningar mjög erfiðir og það finnstmér vera almannavarnamál.“Eftir nokkuð snjóþungan veturí fyrra fundaði Guðmundur, semer formaður Félags eldri borgaraí Önundarfirði, með bæjarstjóraÍsafjarðarbæjar og félagsmálanefnd um snjómokstursmál ogaðgengis- og öryggismál eldriborgara. „Þau sögðust hafa fullanskilning á þessu en svo breytistekki neitt. Mér finnst þau hafaokkur að fíflum“, segir Guðmundur. Aðspurður hvaða breytingar hann vilji sjá segir Guðmundur það vera númer eitt, tvöog þrjú að snjómokstursmaðurinnbúi á Flateyri þegar það viðrareins og það hefur gert undanfarnar vikur.Vegagerðin sér um mokstur áHvilftarströnd en mokar ekkilengra enn inn að bensínstöðinnií útjaðri þorpsins og þá tekur viðsnjómokstursmaður Ísafjarðarbæjar og tekur Guðmundur semdæmi að á laugardaginn hafi hannátt brýnt erindi til Ísafjarðar enþrátt fyrir að fært væri milli Flateyrar og Ísafjarðar þá náði þaðekki lengra enn inn að bensínstöðþar sem eyrin var mestmegnisófær og hann sat því fastur.Valgeir Ólafsson á Flateyritekur í sama streng og Guðmundur og segir að það hafi veriðgerð stór mistök fyrir tveimurárum þegar ekki var ráðið í starfgröfumanns Ísafjarðarsbæjar áFlateyri. „Auðvitað verður maðurað sætta sig við það að vera lokaður inni í nokkra daga þegarmesta veðrið gengur yfir en núhefur lítið bætt í snjó frá áramótum en enn eru flestar götur ófærar. Snjómokstur á eyrinni hefurekki verið ásættanlegur síðanGrétar lét af störfum og það vorustór mistök að ráða ekki mann íhans stað og lykilatriði fyrir okkur að hafa gröfu á eyrinni,“ segirValgeir.– smari@bb.isFIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014

FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 20147

Fengu svefnherbergisloftið í höfuðiðFinnbogi Bernódusson ogArndís Hjartardóttir í Bolungarvík fengu svefnherbergisloftiðbókstaflega í höfuðið að morgni44 ára brúðkaupsafmælisdagsþeirra á gamlársdag. Slæmt veðurvar í Bolungarvík um nóttina ogvindhviður skuku húsið öðruhvoru. Þar sem þau voru í fastasvefni á meðan fullorðin börn ogbarnabörn þeirra sátu á neðrihæðinni að spjalli. „Við vorumnýkomin heim af balli og sátumniðri að spjalla og fá okkur aðborða og svona þegar allt í einukemur eins og hvirfilbylur og viðsátum alveg stjörf. Húsið nötraðog allt lék á reiðiskjálfi,“ segirArndís Aðalbjörg dóttir þeirrahjóna.„Mjög fljótlega heyrum við svoað mamma og pabbi eru vöknuðog vorum þá hrædd um að hafavakið þau með hlátrasköllunum íokkur. Við kölluðum upp ogmætum svo pabba þar sem hannkemur fram hálfvankaður ogsagði að loftið hefði hrunið niðurá þau. Við ætlum ekki að trúaokkar eigin augum þegar við kíktum inn í herbergi!“Arndís eldri, eða Dísa eins oghún er gjarnan kölluð, segir aðinn af svefnherberginu sé lítiðbaðherbergi þar sem var hálfopinn gluggi og svo opið inn á bað.„Sennilega hefur orðið svona ofboðslegur sogkraftur og viðvöknum við þrýsting í eyrunumog svo hrundi loftið niður á okkur,fyrst plöturnar og síðan einangrunin og allt rykið. Bogi er krambúleraður eftir þetta en ég slappalveg.“Arndís yngri segir að það viljitil mamma hennar sefur alltafmeð höfuðið „bókstaflega undirkoddanum og sæng yfir það ogað pabbi hennar hafi óspart gertgrín að henni fyrir það í gegnumárin. „Hann hefur alltaf sagt viðhana að hún ætti eftir að kæfa sigá þessu einhvern daginn en heldurbetur ekki í þetta skipti þvímamma fann varla fyrir þessu enpabbi kall greyið rotaðist næstumþví og fékk stærðarinnar skrámuá höfuðið. Hann sagði að hannhefði „lagast“ við þetta högg ogþurfti varla að nota gleraugu,“segir hún og hlær. „Foreldrarmínir fengu að heyra ófáa brandara frá okkur systrum um að þettahlyti að stafa af hömlulausumhamagangi í rúminu á brúðkaupsafmælisdaginn!“Þessi dagur hefur alltaf minntokkur á veðrið því þegar við giftum okkur þá komumst við ekki íeigin brúðkaupsveislu sem áttiað fara fram í Fagrahvammi áÍsafirði. Þá hafði fallið skriða áÓshlíðinni nefnilega. Þannig aðvið kippum okkur lítið upp viðþetta og gerum bara grín að þessufyrst ekki fór ver. Það var baranáttlampinn sem fór úr hálsliðnum en ekki maðurinn minn,“segir Dísa og það er greinilegt aðmikið er búið að hlæja að atburði.Það versta í þessu er óvissanSkipulagsstofnun hefur komistað þeirri niðurstöðu að áformHraðfrystihússins – Gunnvararhf. um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi kunni að hafa í för með sérumtalsverð umhverfisáhrif ogskuli því háð mati á umhverfisáhrifum. Úrskurður stofnunarinnar var birtur fyrir áramót, enþetta er í annað sinn sem Skipulagsstofnun tekur ákvörðun umumsóknina. Í fyrra skiptið varniðurstaðan sú að ekki væri þörfá umhverfismati, en sú ákvörðunvar kærð til Úrskurðarnefndarumhverfis- og auðlindamála semógilti hana.Meðal þess sem sérstaklegavar gagnrýnt við eldisáform HGer að ekki hafi verið tekið tillit tiláhrifa laxeldis í Ísafjarðardjúpi álaxveiðiár í Djúpinu. Ekki verðurannað ráðið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar nú en að þau sjónarmið vegi þyngst í viðsnúningn-Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar.2012. Úrskurður ÚUA kom svo hafa ítrekað farið langt fram yfir munum leita eftir fundi meðum.Forsvarsmenn HG hafa ítrekað fram í júní á þessu ári, rúmu ári alla fresti, og við höfum auðvitað Skipulagsstofnun eins fljótt oggagnrýnt seinagang opinberra síðar. Áform HG hafa því staðið fylgt leiðbeiningum þessara auðið er til að ræða næstu skref,stofnana allan tímann. Þetta eru en það versta í þessu er óvissan.stofnana í málinu. Tvö ár eru á byrjunarreit í langan tíma.„Fyrst og fremst eru þetta von- auðvitað vonbrigði í því ljósi,“ Við vitum ekki alveg hvar viðliðin frá því að Skipulagsstofnunhóf meðferð málsins, en hún tók brigði, vonbrigði með að þetta segir Einar Valur Kristjánsson, stöndum.“– herbert@bb.isupphaflega ákvörðun 4. apríl hefur tekið á þriðja ár. Stjórnvöld framkvæmdastjóri HG. „ViðFyrir náungann á nýju áriGleðilegt komandi ár lesendur góðir. Um áramót hæfir vel aðlíta yfir farinn veg og horfa fram á við. Sú ágæta venja hefurskapast að kjósa Vestfirðing ársins. Sá eða sú sem hlýturnafnbótina er einhver sem lætur gott af sér leiða fyrir samfélagið.Oftar en ekki með því að sinna náunganum á einhvern hátt.Nægir minna á björgunarsveitir Landsbjargar. Starf þeirra erunnið af sömu lund og án hugsunar um sjálfan sig líkt og gildirum Rauða Krossinn og margar hjálparstofnanir og -félög sem oflangt mál væri að telja upp.Lesendur BB völdu Guðna Pál Viktorsson, frá Þingeyri, Vestfirðing ársins, sem er tengdur fjölskyldu á Ísafirði. Hann hlautþriðjung atkvæða, 151 af 461 greiddum. Guðni vann það afrekað róa á kajak í 55 lotum umhverfis Ísland, frá Hornafirði 30.apríl vestur og norður um og þangað aftur 1. ágúst á liðnu ári tilstyrktar Samhjálp. Hún sinnir þeim sem hafa farið halloka ílífinu fyrir áfengi, fíkniefnum og fleiru, rekur meðferðarheimilií Hlaðgerðarkoti og matstofu fyrir þá sem ekki eiga fyrir mat.Framkvæmdastjóri Samhjálpar er sér Karl V. Matthíasson fyrrumalþingismaður og sóknarprestur á Suðureyri, Ísafirði og Tálknafirði. Meira fór fyrir mörgum, en þetta afrek Guðna skilaði8mörgum milljónum, sem nýtast þeim er minna mega sín. Ferð hansvar ekki alltaf auðveld, hann sýndi kjark og fyrirhyggju öðrum tilgóðs og er vel að útnefningunni kominn. Í öðru sæti urðu þeir feðgarHálfdán Óskarsson og Óskar Hálfdánsson sem reka nýtt mjólkurvinnslufyrirtæki í Bolungarvík. Arna ehf. framleiðir laktósafríamjólk sem er góð fyrir fólk með mjólkuróþol. Þeir komu ásamtöðrum eigendum, mjólkurframleiðslu af stað á nýjan leik áVestfjörðum og hlutu fjórðung atkvæða eða 115.Í þriðja sæti varð Óskar Jakobsson, séra Jakobs Hjálmarssonar ervar sóknarprestur á Ísafirði um langa hríð. Óskar hljóp ,,heim“ tilÍsafjarðar, rúmt maraþon dag hvern, 45 kílómetra til styrktar FinnbogaErni Rúnarssyni, ungum Vestfirðingi, sem gengið hefur í gegnummargar raunir á sinni stuttu ævi, og Neistanum, Félagi langveikrabarna. Óskar hlaut 29 atkvæði eða 7%. Aðrir hlutu minna.Þeir sem leggja öðrum lið hlutu velþóknun lesenda. Guðna PáliViktorssyni er óskað til hamingju með útnefninguna og lesendumBæjarins Besta og Vestfirðingum öllum með valið. Það yljar hverjummanni um hjartarætur að vita af fórnfúsu fólki sem er viljugt aðhjálpa náunganum í nauð. Sá andi er verðugt leiðarljós okkar á nýjuári með bjartsýni og þrautseigju að vopni, sem skilar okkur alla leið.Stakkur skrifarStakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarinsbesta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnumog málefnum hafa oftverið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir þaðbera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðanhann notar dulnefni sitt.FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014

FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 20149

Sameiginlegt markaðsátak undirbúiðVinna við sameiginlegt markaðsátak Vestfjarða er í fullumgangi, en þar er byggt á grundvelliathugana sem unnar hafa verið ígegnum tíðina á ímynd Vestfjarða í hugum ferðamanna. Fjögur atriði þykja helst skera upplifunina af Vestfjörðum frá því semer annars staðar á landinu: Fjöllog firðir, menning mótuð af náttúruöflunum, mikilvægi sjávarins,og möguleikarnir á einveru.Markaðsátakið er á mótunarstigien á næstunni verða haldnar ráðstefnur þar sem leitast verður eftirað fá innlegg frá ferðaþjónum ásvæðinu. Fyrsti fundurinn varhaldinn á Suðureyri um miðjannóvember.Markaðsstofa Vestfjarða, semnú er hluti af FjórðungssambandiVestfirðinga, sér um skipulagningu markaðsátaksins, en því varfylgt úr hlaði með ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga semhaldið var í Trékyllisvík á Ströndum í október. Gert er ráð fyrir aðöll sveitarfélög á Vestfjörðumtaki þátt í verkefninu, en staðfesting á því er nú til umfjöllunarí nokkrum þeirra, þar á meðalÍsafjarðarbæ. Í minnisblaði semmarkaðsfulltrúi Fjórðungssambandsins lagði fyrir bæjarráðkoma meðal annars fram upplýsingar um þann markhóp sem helstÞrjár stúlkurá einum degiMikið var um að vera áfæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða áÍsafirði örfáum dögum fyrirjól en þrír nýir Ísfirðingarkomu í heiminn á einum ogsama deginum, 17. desember,allt stúlkur. Sólrún ÓskJónínudóttir og Ástþór Eyjólfsson áttu fyrstu stúlkuþessa dags, Ingibjörg HebaHalldórsdóttir og Rafn Pálsson aðra og Þórunn Halldórsdóttir og Aaron Eyþórsson þáþriðju. Öllum heilsast þeimvel að sögn Sigrúnar RósuVilhjálmsdóttur ljósmóðursem tók á móti öllum börnunum. Enn er beðið eftir fyrstabarni ársins 2014 en allskomu 37 börn í heiminn áHsVest á árinu 2013. Kynjaslagsíðan er nokkur en afþessum 37 eru 14 drengir og23 stúlkur. „Nú þegar eru 24skráðar í mæðravernd hjáokkur á fyrri helmingi ársinsen það getur alveg bæst eitthvað við og eitthvað dottið út.Til dæmis voru tólf konur hjáokkur í mæðraverndinni ífyrra sem áttu annarsstaðaren hér,“ segir Sigrún. Árið2012 fæddust 45 börn áÍsafirði eða 14 börnum færraen árið á undan.10er stefnt á.Meðal þess sem þar kemurfram er að flestir ferðamenn áVestfjörðum eru Þjóðverjar enÍslendingar eru næststærsti hópurinn. Samtals eru Íslendingarog Þjóðverjar rúmlega helmingurferðamanna á Vestfjörðum. Ferðamenn á Vestfjörðum eru almenntvel menntaðir, en rétt um þrírfjórðu þeirra hafa lokið háskólanámi. Það má því segja að hinndæmigerði ferðamaður á Vestfjörðum sé vel menntaður Þjóðverji um þrítugt, með góðar tekjurog hug á að fara um ótroðnarslóðir.– herbert@bb.isHornbjarg.Frá æfingunni í Skutulsfirði.Dræm mæting á flugslysaæfinguVandræði með TETRA fjarskiptakerfið og dræm mætingbjörgunarsveitarmanna eru meðal þeirra atriða sem koma fram ílokaskýrslu Isavia um flugslysaæfingu sem haldin var á Ísafjarðarflugvelli í september í fyrra.Alls tóku 165 manns þátt í æfingunni sem er liður í skipulagiIsavia í að halda eina viðamiklaflugslysaæfingu á hverjum áætlunarflugvelli ekki sjaldnar en áfjögurra ára fresti. Í samantektæfingastjóra Isavia koma framáhyggjur hans á mætingu björgunarsveitarfólks á æfinguna ograunar á tvær síðustu æfingar semhaldnar hafa verið á Ísafjarðarflugvelli og vitnar þar til samnings þar sem björgunarsveitirnarhafa skuldbundið sig til að æfa reglulega viðbrögð við flugslysum.Þá kemur fram í samantektummargra aðila að TETRA fjarskiptakerfið hafi reynst stopult áæfingasvæðinu. Í handriti æfingarinnar kom fimmtíu sæta erlendleiguflugvél niður Engidalinn ígóðu veðri. Mótorbilun á seinastakafla aðflugs leiddi til þess aðvélin missti hæð og skall til jarðarog brotnaði og eldar kviknuðu.Um borð voru 50 farþegar ogfjögurra manna áhöfn. Meginmarkmið æfingarinnar var aðstefna saman öllum þeim viðbragðsaðilum sem taldir eru uppí flugslysaáætlun fyrir Ísafjarðarflugvöll og fá þá til að vinna saman við björgun mannslífa.Skortir samhljóm við aðra sjálfstæðismennGísli Halldór Halldórsson, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ,segir að ástæða þess að hannbjóði sig ekki fram í prófkjöriSjálfstæðisflokksin sé að hannfinni ekk

var 21 árs að ég hitti hana á ný. Ég var lítið fyrir kvenfólk þar sem ég var alltaf feiminn við það. Ég fór á ball á gamlárskvöld og sá þá unga og myndarlega stúlku. Ég bauð henni upp í dans og dansaði við hana. Upp frá því dansaði ég við hana það sem eftir var," segir Karl með stórt bros á vör.